Síðan ég bjó í Holte hef ég verið í útsaumshópi sem kallar sig Allt í Kross… hann hefur því miður verið í dvala í alltof langan tíma en nú er verið að hrissta aðeins upp í honum. Búið að færa hann af yahoo grúbbunum yfir á Facebook enda fleiri virkir þar dagsdaglega.
Nokkrar úr hópnum hittust um daginn og stefnt er að því að hittast ca 1x í mánuði. Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki gefið mér tíma í að fara á svona hittinga áður en hver veit. Þær ákváðu að endurvekja gamlan viðburð þarna sem var að á hverjum þriðjudegi er takmarkið að vinna aðeins í gömlum ókláruðum verkum og er það kallað WIP eða UFO.
Ég ákvað að taka upp jólatrésdúkinn sem ég keypti fyrir nokkrum árum og alltaf á leiðinni að byrja að sauma út í. Leifur er m.a. búin að vera að rukka um hann ;-´)
Þriðjudagskvöldin eru því orðin krosssaumskvöldin mín amk þar til dúkurinn klárast.