Síðustu 2 vikur hafa ekki beint verið skemmtilegar hér á bæ. Oliver byrjaði á því að fá þessa leiðindarpest sem er í gangi með hósta, hori, hita og almennri vanlíðan. Næst tóku Leifur og Sigurborg Ásta við og að lokum ég. Enn sem komið er er Ása Júlía sú eina sem hefur sloppið við þetta að undanskildum hóstanum.
Ekki nóg með það að við höfum legið heldur fékk ég skilaboð frá Hildi dagmömmu að hún hefði náð sér í þetta í síðustu viku líka og var hún með lokað hluta síðustu viku. Breytti reyndar engu fyrir okkur þar sem Sigurborg varð ekki nægilega hress fyrr en um helgina.
Við erum öll gjörsamlega búin að fá upp í kok af þessu… innilokuð, hóstandi hornasir! sem búin eru að horfa á alltof mikið af sjónvarpi.
Þetta er ekki spennandi þegar að allir leggjast. Þetta hefur sloppið ótrúlega vel hjá okkur að undanförnu.
Já, við náðum okkur flest í æluna í kringum jólin (þá slapp Sigurborg Ásta) og svo er bara Ása Júlía núna sem hefur ekki orðið lasin – hún er samt með ljótan hósta en það fylgir bara oft þessum kulda eins og hefur verið.