Ég tók eftir því nýlega að þunna millipeysan hennar Sigurborgar Ástu var farin að vera heldur lítil á dömuna þannig að mín lausn var að búa til nýja. Þar sem ég var tiltölulega ný búin að taka mig á og safna saman garntegundum og flokka niður vissi ég að ég ætti að eiga ca nóg af lanett og dale baby ull í peysu á Sigurborgu.. og ég hafði líka næstum því rétt fyrir mér!!
Mig vantaði ekki nema ca 10gr af garni uppá!! eða sem svaraði 15-20 umferðum. Ég tók þessar myndir og setti inn á instagram/facebook og fékk mjög fljótt þá hjálp sem mig vantaði 😉 þ.e. afganga frá öðrum!! Inga tengdó reddaði mér smá ljósljósbleikum og utan fb gróf ég upp dökk bleikann í pokahorninu hjá mömmu 😀 en þess utan fékk ég boð frá Liv í svona reddingar *haha*
Ég er rosalega ánægð með útkomuna, hún hefði eflaust verið önnur ef ég hefði ekki verið búin að ákveða að ég yrði að vinna með það sem ég ætti eða gæti reddað án þess að fara og kaupa heila dokku.
Uppskrift: í kollinum á mér
Prjónar: 2,5mm og 3mm
Garn: Dale Baby ull og Lanett
Ravelrylinkur