Við fengum Ingibjörgu litlu frænku lánaða í gær og skiluðum henni ekki fyrr en seinnipartinn í dag. Frænkunum þótti alveg yndislegt að fá að eyða heilli nótt saman og Oliver þótti það nú ekki leiðinlegt heldur.
Þær fænkur brölluðu ýmislegt og þótt tíminn hafi ekki alveg farið eins og vonast var eftir hjá fullorðna fólkinu þá var reynt að gera hið besta úr þessu og fengu krakkarnir að leika aðeins lausum hala með t.d. kökuskreytingar eftir að kaka frænknanna var tilbúin fyrir krem og skraut. Og var þetta auðvitað ein besta kaka sem við öll höfum smakkað 😉
Það var að vissu leiti lán í óláni að Ingibjörg var hjá okkur en ekki heima hjá ömmu og afa með mömmu sinni þessa nótt þar sem Sigurborg langamma lést um miðnætti í nótt. Sigurborg frænka þurfti því ekkert að hugsa út í hvar Ingibjörg væri og gat verið hjá ömmu sinni þegar hún kvaddi ásamt tengdó.