Krakkarnir í pössun, lánaður bíll með krók og kerra. Við brunum í Byko Breiddinni og verslum nokkrar spýtur… eðaaaaaaa já NOKKRAR! nógu margar til þess að við vorum farin að efast um að kerran myndi bera hlassið… tókum ekki sénsinn og drifum okkur heim með þennan bunka sem er komin á kerruna á þessari mynd og fórum svo aðra ferð til að sækja restina. Þetta var smá stress hjá okkur þarna þegar við vorum að henda plötunum inn á gang í K48 þar sem þær eru lygilega þungar og náttrúlega 2+metrar á lengdina! en svo vorum við að þessu svo stuttu áður en timburdeildin í BYKO lokaði 😉
En þetta hafðist allt saman og við náðum að ná í hinar líka fyrir lokun. Næsta verkefni var að koma öllu þessu efni upp á loft í gegnum gat sem er nú ekki alveg það stæðsta í bænum!
Eftir ófáar ferðir á milli hæða og lyftingar upp um þetta blessaða gat fóru upp þessir bunkar af klæðingu og öðrum við… Þetta hafðist semsagt allt saman en vá hvað við vorum búin á því í handleggjunum bæði tvö! þetta tók annsi annsi vel á!
Hráefni er semsagt komið fyrir næstu vikurnar í vinnu upp á lofti! Leifur er m.a.s. búinn að plata Magga vin sinn í að koma um næstu helgi og byrja að koma plötunum í loftið 😉 Allt að gerast!