Einhverstaðar rakst ég á stórsniðuga hugmynd á flakki mínu um vefinn. Viðkomandi hafði tekið krukku undan t.d. salsasósu, skreytt hana og í hana týndust miðar yfir allt árið með góðum minningum. Þetta fannst mér stórsniðugt en hef ekki komið mér í að gera þetta. Stelpa sem ég þekki hefur hinsvegar gert þetta síðastliðin 2 ár með dætrum sínum og upp hafa komið skemmtilegar minningar sem þau voru búin að gleyma eða töldu að lengra væri síðan.
Ég ræddi þetta aðeins við Oliver og við ákváðum að gera svona krukku í ár… strax 1 janúar var fyrsti miðinn kominn í krukkuna og þegar þetta er skrifað hafa nokkrir bæst við til viðbótar. Verður spennandi að sjá hvernig krukkan mun líta út í lok desember 🙂
Einu skilyrðin sem við settum eru þau að til þess að miðinn yrði gildur yrðu amk 2 úr fjölskyldunni að hafa verið með 🙂