Nú þegar aðeins nokkrir klukkutímar eru eftir af þessu ári er ekki seinna vænna en að líta aðeins um öxl 😉
Þetta ár er búið að líða ótrúlega hratt eitthvað og skemmtilegt á ýmsan hátt 🙂
Janúar
Við fögnuðum 10 ára afmæli í byrjun árs. 10 yndisleg ár saman með þónokkuð miklum breytingum á okkar högum <3
Blessaða rútínan hófst á ný með fótboltaæfingum og sundæfingum hjá Oliver og Ásu Júlíu…
Skúli afi bauð okkur út að borða í tilefni afmælisins síns
Sigurborg Ásta óx og dafnaði. Tók fljótt upp á því að átta sig á því að nóttin hófst upp úr kl 20 á kvöldin og stóð fram eftir morgni með nokkrum drykkjarpásum.
Mæðgurnar kíktum á mömmuhittinga bæði í Bumbuhópnum sem og kíktum við á mömmumorgun í Seljakirkju ásamt Tómasi Geir og múttunni hans.
Mæðgurnar kíktu í heimsókn í Birtingaholtið og bökuðu kleinur ásamt ömmu. Ása Júlía stóð sig með prýði, bjuggumst ekki alveg við því að hún myndi endast en Dagný og Jóhanna amma höfðu vart undan því að fletja út og skera niður svo daman gæti snúið!
Febrúar
Tobbi og Hrafn Ingi héldu upp á afmælin sín nú í febrúar.
Við tókum ákvörðun um að skella okkur í heimsókn til Sigurborgar og Tobba í sumar… ákváðum að segja krökkunum ekkert frá því fyrr en á afmælinu hans Olivers.
Ása Júlía bauð ömmu og afa í kaffi í leikskólanum og Oliver mömmu og Sigurborgu Ástu í opið hús í skólanum.
Lára María frænka Dagnýjar kom í heimsókn alla leið frá Höfn í Hornafirði til að sjá nýja slottið og nýjustu frænkuna!
Leifur fékk PS3 í heimsókn með eigandanum og spiluðu þau tölvuleik sem spilaður hafði verið í tíma og ótíma (þó bara í frítíma) á Búðarhálsi við mikla tilhlökkun frá Oliver sem fylgdist spenntur með þar til hann steinsofnaði í sófanum.
Við fengum okkur fyrsta almennilega göngutúrinn með vagninn í febrúar, gengum við yfir í Blásali (og leituðum uppi nýju íbúðina hjá Evu Hlín & Frey).
Framkvæmdirnar í risinu héldu áfram og nú er loksins hægt að segja að búið sé að rykbinda! *jeij*
Mars
Oliver fékk Hrafn Inga frænda sinn í heimsókn yfir nótt, ekki lítil gleði með það!
Maggi afi & Ingibjörg frænka héldu upp á afmælin sín.
Bolludagur kom með sínum tröllabollum og fengum við Ingu ömmu og Skúla afa óvænt í bollukaffi á sunnudeginum fyrir bolludag.
Heilt ár var liðið frá því að við fengum K48 afhent og fluttum inn!
Sigurborg Ásta byrjaði í ungbarnasundi hjá Mínervu og fannst það æði!
Við mættum í árlega lappaveislu hjá Jónínu og Vífli í Borgarnesi. Alltaf jafn skemmtilegt!
Dagný fékk ábendingu frá handavinnuvinkonu að húfa sem hún hafði heklað á Sigurborgu Ástu hafi verið tekin fyrir á Ravelry sem “áhugavert” verkefni Íslendings í tilefni þess að Ravelry var komin með 4milljón notendur og að Íslendingar séu með flesta notendur mv höfðatölu.
Oliver gerðist lyklabarn! ekkert smá stoltur af því að fá sinn eigin lykil að húsinu.
Leifur og félagar héldu smá strákakvöld/Steggjakvöld fyrir Óla U.
Apríl
Sigurborg frænka er afmælisbarn mánaðarins, við héldum líka upp á afmæli Olivers í lok mánaðarins.
Passamyndataka með Sigurborgu Ástu og Oliver var gerð í byrjun mánaðarsins. Hálf skrítið að litli strákurinn okkar hafi verið að fá vegabréf nr 2!
Ása Júlía kláraði námskeið í Sundskóla KR og fékk lítið páskaegg í kveðjugjöf.
Óli U og Guðrún Helga blésu til veislu í tilefni brúðkaups þeirra í byrjun mánaðarins. Þau fengu Athafnastjóra frá Siðmennt til að sjá um fallega litla athöfn í stofunni heima hjá þeim í Hestavaðinu.
Við fórum í fermingarveislu til Helgu Bjargar frænku Dagnýjar.
Leifur var einn af umsjónarmönnum Páskaeggjaleitar á vegum Hverfafélagsins í Sjálfstæðisflokknum. Mættum þangað í SKÍTAKULDA ásamt Gunnari & strákunum, Magga, Elsu & krökkunum sem og Jökli og Sigurlaugu. Krakkarnir skemmtu sér vel við að grafa upp egg sem falin höfðu verið víðsvegar í Laugadalnum við Þvottalaugarnar.
Páskarnir runnu upp með tilheyrandi súkkulaði áti og matarkræsingum.
Við fengum Ingu ömmu, Skúla afa, Gunnar, Evu Mjöll og strákana í mat þar sem Leifur gerði sér lítið fyrir og kokkaði purusteik ofaní liðið.
Eins og áður kom fram hélt Oliver upp á 7 ára afmælið sitt í lok mánaðarins, sprækur strákur sem var alveg í skýjunum með daginn.
Sigurborg Ásta fékk sitt fyrsta grautarsmakk og fannst henni það mjög óspennandi.. sem og reyndar allur sá matur sem hún smakkaði í framhaldinu…
Maí
1.maí flugu Leifur, Dagný og Sigurborg Ásta til Barcelona ásamt samstarfsfólki Leifs. Fengum við þar smá vorfíling beint í æð. Þar sem þetta var jú árshátíðarferð þá var fyndnasti árshátíðarmatur sem nokkur í hópnum hafði fengið borinn fram þarna. Leifur náði sér í svæsna augnsýkingu en með hjálp góðs fólks í hópnum reddaðist það án þess að við þyrftum í heimsókn til læknis. Ramblan var skoðuð fram og til baka ásamt nokkrum H&M verslunum 😉 Yndisleg ferð með frábærum ferðafélögum.
Oliver og Ása Júlía héldu upp á 7 ára afmæli Olivers í faðmi beggja ömmu og afa settanna og voru hjá þeim í góðu yfirlæti á meðan hin 3 dvöldu á Spáni.
Dagný kláraði 100daga áskorun en hún fólst í að taka 1 mynd á dag ef einhverju sem gladdi ljósmyndarann þann daginn.
Við nýttum matjurtagarðinn í Birtingaholti og skelltum niður nokkrum fræjum, kartöflum og plöntum.
Dagný tók nokkrar plöntur sem komnar voru útfyrir jarðaberjakassann í Birtingaholti og setti í blómapott á pallinum sem gaf af sér ágætis uppskeru í lok sumarsins.
Bekkjarsíðdegi hjá bekknum hans Olla við Andapollinn með grilli og húllumhæji.
Inga amma lokaði svo mánuðinum með afmælinu sínu.
Júní
Jóhanna amma byrjaði mánuðinn með afmælisfögnuði. Leifur og Birkir Logi fylgdu í kjölfarið.
Skólaslit hjá 1.bekk þar sem Oliver fékk viðurkenningu fyrir lestur.
Dagný, Oliver og Ása Júlía skelltu sér í Vorferð Austurborgar í Viðey þar sem krakkarnir léku lausum hala í fjörunni og borðuðu pylsur í fleirtölu.
Við héldum af stað í sumarfríið okkar til Danmerkur á annan dag Hvítasunnu. Ó svo gott að hitta Danina okkar á flugvellinum í Billund. Með þeim áttum við yndislegar 2 vikur þar sem ýmislegt var brallað, kíktum á ströndina, lestarsafn heimsótt, jarðaberjaakur (þar sem við týndum rúmlega 4kg af berjum). Kíktum yfir til Svíþjóðar í heimsókn til Önnsku og fjölsk. Oliver fékk astmakennd einkenni v/ofnæmis á meðan við vorum í Svíþjóð en segja má að þau hafi horfið um leið og við keyrðum aftur yfir Eyrarsundsbrúnna! á bakaleiðinni frá Svíþjóð komum við við í Köben, heimsóttum Vejledalinn, DTU, Experimentarium City safnið og vinkuðum prinessu í glugganum á Amalienborg. Toppurinn á ferðinni var klárlega tvíþættur, heimsókn í Giveskud dýragarðinn þar sem krakkarnir tala enn um Gíraffann sem reyndi að borða loftnetið á bílnum okkar og sleikti afturrúðuna sem og Ljónið sem gekk í kringum bílinn okkar. Hinn var auðvitað dvölin í Legolandi.. langþráð heimsókn Olivers (og okkar hinna líka). Ása Júlía heimsótti slysó í Vejle með pabba sínum og Tobba þar sem þurfti að sauma nokkur spor í hnakkann á henni, hún margbað okkur um að fá að fara bara á spítalann hans Tobba og láta hann um saumaskapinn 😉
Ásta frænka og Linda frænka komu í heimsókn til Íslands.
Júlí
Við fórum aftur út í Viðey, nú var þar haldinn “Barnadagur í Viðey”, Í þetta sinn voru Leifur og Sigurborg Ásta með í för. Einnig hittum við Gunnar & Evu, Hrafn Inga, Sigmar Kára og Birki Loga. Ýmislegt brallað m.a. sendu krakkarnir af stað flöskuskeyti.
Sigurborg, Tobbi og Ingibjörg komu til Íslands og fengum við því að njóta nærveru þeirra aðeins lengur.
Við kíktum í Ossabæ þar sem SVIK voru ásamt Sigurborgu, Tobba og Ingibjörgu.
Við fengum nokkra X-bekkinga í heimsókn, 3 Xbekkingabörn fæddust á ca 6v tímabili síðasta vetur og voru þau öll þarna samankomin.
Jóhanna amma óskaði eftir hjálp frá Ásu Júlíu í Kleinubakstur! það fannst henni ekki leiðinlegt og stóð sig ekki síður en í janúar!
Dagný og krakkarnir skelltu sér í Mosó einn góðviðrisdag og kíktu á sýningu Leikhópsins Lottu.
Ágúst
Fyrstu vikuna í ágúst dvöldum við í bústað í Munaðarnesi. Notaleg vika þar sem börnin belgdu sig út af krækiberjum. Við kíktum í bíltúr í Stykkishólminn þar sem við sýndum krökkunum hvar Skúli afi lék sér þegar hann var barn.
Sigurborg Ásta áttaði sig LOKSINS á því að matur var góður! og að það væri gott að borða!
Dagný, Langamma og Ása Júlía héldu allar upp á afmælin sín! Langamma meiraðsegja tvisvar!
Við áttum 2 ára brúðkaupsafmæli.
Oliver skellti sér á Arionbankamót í fótbolta.
Við háþrýstiþrifum pallinn og bárum á hann svona þegar það var ÞURRT! (sem var nú ekki oft).
Gistahjáfrænda hrina Olivers og Hrafns Inga hófst (þeir gistu á öðrum hvorum staðnum mjög reglulega næstu vikurnar).
Dagný kláraði fæðingarorlofið sitt og við tók sumarfrí.
Rútínan hófst á ný!
September
Sigurborg Ásta byrjaði í aðlögun hjá Hildi dagmömmu.
Oliver hóf að æfa sund með Ægi, hélt áfram í fótboltanum hjá ÍR og hóf annað árið í Seljaskóla.
Ása Júlía skellti sér í fótbolta líka hjá ÍR og fór á síðasta námskeiðið sitt hjá Sundskóla KR.
Sigurborg Ásta fór á sitt 3ja námskeið í ungbarnasundi hjá Mínervu.
Eva Mjöll fagnaði afmælinu sínu.
Leifur, Dagný, Ása Júlía og Oliver fóru að sjá Línu Langsokk í Borgarleikhúsinu við mikinn fögnuð Línunnar okkar.
Dagný fór að vinna aftur hjá heilsugæslunni. Í lok mánaðarins flutt heilsugæslan svo af nesinu yfir á Landakot þar sem hún verður næsta rúma árið eða svo.
Við áttum deitkvöld þar sem við skelltum okkur á tónleika með Jógvan Hansen en hann söng þar lög Frank Sinatra.
Dagný dreif sig ásamt vinkonu sinni í Brennó 2x í viku – Bara gaman hjá þeim að rifja upp æskuleikinn.
Október
Við skelltum okkur í haustferð með vinnunni hans Leifs upp á hálendið þar sem gist var á Hótel Hálönd. Þökkuðum fyrir að hafa verið svo forsjál að fá lánaðan jeppann hjá SVIK þar sem allt var á kafi í snjó þegar við vöknuðum að morgni sunnudagsins.
Lífið hélt sinn vanagang að öðru leiti.
Leifur var kosinn inn í stjórn Hnit fyrir hönd nýgræðlinganna í eigendahópnum.
Ása Júlía sýnir heilmikinn áhuga á að læra alla stafina og skrifar og skrifar þó það sé ekki endilega mikið vit í samsetningu stafanna.
Nóvember
Sigurborg Ásta hélt upp á fyrsta afmælisdaginn sinn.Við héldum auðvitað veislu í tilefni dagins. Gunnar frændi fagnaði líka sínum degi 🙂
Leifur skellti sér til Noregs í vinnuferð. Það tók aðeins 13klst að fara úr K48 og á hótelið á eyjunni Froja.
Oliver fór á fótboltamót í Keflavík með Magga afa.
Við hjónin skelltum okkur í leikhús á leikritið Beint í æð.
Dagný fór með Lilju vinkonu á Skiltanámskeið hjá Föndru.
Ása Júlía bauð okkur á danssýningu í leikskólanum en þau höfðu æft dansa með kennurunum í haust.
Dagnýju tókst að fá á sig slettu af stíflueyði sem skildi eftir sig brunasár á úlnliðnum. Sem betur fer snögg viðbrögð þannig að í dag stendur eftir ör sem er minna en 1krónu peningur… miðað við hurðina inn í búr hefði þetta getað orðið mun verra!
Desember
Jólahlaðborð með vinnunni hans Leifs á Hotel Nordica, ofsalega góður matur og frábærir sessunautar.
Dagný fór með æskuvinkonunum á jólabrönsh þar sem var mikið hlegið og kjaftað.
Sigmar Kári hélt upp á afmælið sitt í byrjun mánaðar.
Piparkökumálun í Austurborg með Ásu Júlíu var á sama tíma og Oliver keppti í fótbolta í Hveragerði þannig að fjölskyldan deildi sér á 3 staði (feðgarnir í Hveragerði, Sigurborg Ásta í Birtingaholti og mæðgurnar í piparkökumálun).
Jólaboð afkomenda T13 var haldið á Aflagrandanum líkt og í fyrra. Alltaf jafn gaman að hitta þennan frábæra hóp.
Í framhaldi af jólaboðinu var haldið í Álfheimana þar sem Oliver og Hrafn Ingi sýndu snilldartakta í laufabrauðsútskurði.
Jólin komu og fóru en voru þó heldur matarminni í ár en oft áður þar sem fjölskyldan var öll hálf lystarlaus eftir magapest á Þorláksmessu og Aðfangadag.
Oliver sýndi sund á Jólasundmóti Ægis þar sem hann synti einn yfir djúpa innilaugina í Laugardalslauginni.
Ása Júlía sýndi líka sund á sundsýningu í síðasta sundtímanum hjá Sundskóla KR.
Jólaball hjá vinnunni þeirra Ingu ömmu og Skúla afa batt endi á þetta ár.
Eins og sagt var áður var þetta nokkuð gott ár með fullt af gleði, hlátri og auðvitað leyndust nokkur tár inn á milli en ekkert sem ekki var hægt að gera gott úr 😉