>Á hverju ári er jólaball í vinnunni hjá tengdó 🙂 undanfarin ár höfum við mætt með ört stækkandi barnahóp.
Í ár var fyrsta ball Sigurborgar Ástu. Oliver var farinn að spyrja hvenær ballið yrði snemma í desember og fannst því ekki leiðinlegt þegar við gátum sagt honum að það yrði 30.des.
Sigurborg Ásta var ekki alveg sú sprækasta á ballinu og vildi bara vera í fanginu á okkur (það eiginlega skipti ekki máli hver átti í hlut, hlýtt fang og góð öxl til að kúra í/á var nóg).
Þegar búið var að dansa í kringum jólatréið, heilsa upp á jólasveinana, fá smá jólasveinanammi og gæða sér á hlaðborðinu átti að fara nokkra hringi tilviðbótar en Gítarleikarinn sem kom með jólasveinunum ákvað að leifa nokkrum að syngja í míkrafóninn uppi á sviði og var Ása Júlía ein af þeim… Oliver kom hlaupandi til okkar til að ná okkur inn í sal svo við gætum horft á hana syngja.
Þegar Ása Júlía var búin vildi Ingibjörg endilega feta í fótspor hennar og fór beinustu leið upp á svið og söng líka 🙂
Takk fyrir okkur elsku Inga amma og Skúli afi!