Eftir inniveru undanfarna daga í kjölfar veikindanna og almennra jólaboða ákváðum við að skella okkur í göngutúr á vegum ferðafélags Barnanna seinnipartinn í dag.
Oliver náði í kyndil og gekk um með hann eins og hann væri þaulvanur. Þegar við vorum ca hálfnuð í göngutúrnum gengum við fram á 2 jólasveina sem voru meira en til í að sprella aðeins með börnunum og syngja nokkur jólalög. Þeim fannst alveg stórmerkilegt að hitta TVÍHÖFÐA þarna í Öskjuhlíðinni en ég var með Sigurborgu Ástu í burðarpoka framaná mér og í stórri peysu sem ég gat haft utanum okkur báðar 😉
Þetta var hressandi göngutúr í -7°C um fallegt umhverfi Öskjuhlíðarinnar. Það var líka mjög fallegt að horfa á hópinn labba um með kyndlana á lofti.