Leifur er aðeins íhaldsamari en ég hvað varðar jólamat og meðlæti. Hann lætur sig þó hafa það að fá ekki endilega Hamborgarhrygg í matinn en líkt og í fyrra verðum við heima hjá okkur á aðfangadagskvöld og þá vill hann auðvitað fá þann eftirrétt sem hann er alinn upp við. Kemur ekki að sök mín vegna.. það þýðir bara að Leifur fær að sjá um að gera eftirréttinn 😉
Eftirrétturinn er ís sem gengur yfirleitt undir nafninu Tangagötuísinn og er “með” … ss bragðbættur með smá sherrí sem er alveg ágætt að mínu mati en Leifi finnst hann alveg ómissandi! (og amk er systir hans sammála því)