Ég náði mér í svo dásamlegan vírus í síðustu viku að ég óvinnufær sökum raddleysis. Slappleiki var ekki til en engin var röddin þannig að ég varð að hlýða lækninum mínum sem og öllu samstarfsfólkinu að ÞEGJA í smá tíma.
Þar sem ég ætlaði mér að vera alein heima ákvað ég að kíkja á smá vandamál hérna á heimilinu sem við Leifur höfum ekki viljað takast á við með alla krakkana heima þar sem vandamálið var stífla í niðurfalli og vorum við búin að kaupa eitthvað bölvað eitur til að hella þar niður… Vel geymt upp í efstu hillu þannig að engvir litlir fingur næðu í brúsann. Ég náði í hann til að lesa utan á brúsann og afla mér upplýsinga um hvað ég þyrfti að hafa við hendina og hvaða ráðstafanir ég þyrfti að gera áður en ég hæfist handa (planið var að gera þetta daginn eftir).
Rétt áður en ég byrja að lesa var eins og brúsanum væri slegið úr höndunm á mér, hann endaði á gólfinu og suðan á botninum gaf sig með tilheyrandi slettum sem enduðu þó sem betur fer bara á gólfinu og upp hurðina sem aðskilur búrið/þvottahúsið og eldhúsið… eða það hélt ég, rétt eftir að ég byrja að reyna að þrífa eitrið upp af gólfinu byrja ég að finna þvílíka sviða/brunatilfinningu á hægri handleggnum, lít niður og sé að þar er væn slumma af eitri. Hleyp beint inn á klósett til að skola það af læt buna á í góða stund.
Eftir að hafa verið undir krananum fer ég aftur inn til að skoða brúsann betur en ég hafði haft vit á að stilla honum upp ofan á ristina yfir hálfstíflaða niðurfallinu þannig að það sem dropaði áfram fór beint þar ofaní. Ég las leiðbeiningar um hvað gera ætti ef slys á borð við þetta myndi gerast og þar var talað um að leita til læknis eftir að búið væri að skola vel. Þannig að úr varð að ég skaust upp í vinnu og hitti einn hjúkrunarfræðinginn okkar sem bjó um sárið.
Sem betur fer varð ekki mikið úr þessu líklegast vegna skjótra og réttra viðbragða hjá mér en ég fæ smá verki í þetta rúmri viku síðar og útlit er fyrir tja frekar ljótt ör á úlnliðnum á mér en þetta er þó bara þar… ekki í andlitinu eða yfir stærra svæði!