Ég skellti mér á námskeið hjá Föndru með Lilju vinkonu í kvöld, við eigum þetta til… að fá einhverja hugdettu með svona námskeið í föndri og bara skella okkur. Lúmskt gaman.
Fórum t.d. fyrir þónokkuð mörgum árum á skrappnámskeið og líka á námskeið þar sem við saumuðum Jólasokk í yfirstærð með snjókarladúlleríi á. Við notum báðar þessa yfirstærðarsokka undir jólakortin okkar ennþann dag í dag.
Allavegana gærkvöldið var kynning á Kalkmálingu fyrir okkur og markmiðið var að búa til skilti með áletrun eins og er svo mikið um núna.
Við völdum sitthvorn litinn á plattana okkar en sama á textann (sem var reyndar sá sami líka) sem við máluðum á þá.
tilbúinn til að færa textann yfir með hjálp kalkipappírs, límdi fyrst á kalkipappír og svo blað með textanum þar yfir og fór ofaní textann bara með venjulegum blýanti.
Lilja að vanda sig að fara vel ofaní hvern staf
Having someplace to go is Home
Having someone to love is Family
Having both is a Blessing
Á síðustu myndinni átti ég svo eftir að pússa yfir með sandpappír… eftir á að hyggja þyrfti ég reyndar að pússa aðeins meira heldur en ég gerði á námskeiðinu en það má redda því svona eftir á!