Ég hef verið að skoða undanfarið umræður, myndir og uppskriftir af allskonar tuskum… heklaðar sem og prjónaðar.
Svo í síðustu viku kom svakasprenging á spjallhópi sem heitir Handóðir prjónarar og er á facebook í tengslum við tuskuprjón/hekl. Fólk var ýmist með eða á móti heimagerðum tuskum … þetta var eiginlega bara fyndin umræða, ekki beint rifrildi en sterk skoðanaskipti.
Þessi umræða varð svo mikil og skemmtileg að mbl.is sá ástæðu til að birta frétt um hana! bara húmor 🙂
Allavegana ég datt niður á mjög einfalda heklaða uppskrift sem ég ákvað að byrja á strax og fann fljótlega aðra sem er í vinnsu og kennir mér nýja tækni í heklinu 😉