Síðasta klárið 2014!
Þetta verkefni var búið að vera svolítið lengi í framkvæmd, nokkur önnur í gangi á sama tíma og svosem líka ekki endilega þörf á að klára strax þar sem ekki var bráðnauðsyn á að koma flíkinni í gagnið.
Mér datt í hug að prjóna 3ja heilgallann á Sigurborgu Ástu eftir uppskrift sem er búin að vera nokkuð vinsæl undanfarið. Lopagalli úr 2földum plötulopa eða léttlopa, en æj mig langaði barasta ekkert til þess að nota “venjulega” ull í flík á svona lítið kríli eins og frk Sigurborg Ásta er…
Ég sá að Eva Mjöll hafði prjónað þennan galla á Birki Loga úr lamaull sem fæst í Litlu prjónabúðinni og þar sem mig hafði lengi langað til að prufa hana þá ákvað ég að slá til og nota hana líka. Fyrir valinu var fallega fjólublár aðal litur, aðeins bleikari í munstur ásamt hvítu og grænu. Þar sem mig langaði ekki að hafa sama munstur og gefið er upp í uppskriftinni fór ég að fletta aðeins í gegnum munstur og úr varð munstrið úr barnapeysunni Knúpur.
Ég lét gallann liggja í smá tíma eftir að ég var búin með prjónaskapinn þar sem það var “of djúpt” á blessaðri saumavélinni (eða þannig), svo lá hann líka í nokkurntíma þar sem ég var að vesenast með hvernig tölur ég vildi hafa á honum! Þegar ég datt niður á blómahnappa úr málmi var ekki aftur snúið 😉
En þetta hafðist nú allt á endanum og útkomand ferlega krúttlegur litill galli á Sigurborgu Ástu.
Uppskrift: Lopagalli with lambpattern & Knúpur
Prjónar: 4 & 5mm
Garn: Strikkebogen Lamauld
Ravelrylinkur