síðustu daga hefur kólnað svo hratt og mikið að ég vaknaði upp við vondan draum.. Sigurborg á ekkert af almennilegum vettlingum! bara einhverja örþunna :-/ ekki nógu gott!
Ég greip afgangsgarnið frá heilgallanum sem ég gerði á hana í vor og fann mér uppskrift… ferlega krúttlegir litli fiðrildavettlingar komu í ljós og ekki verra að ég kláraði bleika garnið alveg upp til agna! Hafði nefnilega skellt í eina fagurbleika LyaLya húfu handa henni nýlega en er reyndar ekki búin að taka myndir af henni þar sem hún fór beint í notkun og er í bakpokanum hennar Sigurborgar hjá Hildi dagmömmu.
Finnst ekkert leiðinlegt að ná að nýta hráefnið svona vel…
1 stk heilgalli á ca 9mánaða
1 stk LyaLya lambúshetta
1 par útprjónaðir vettlingar
En þessi vettlingauppskrift finnst mér algert æði, það eru þónokkur mismunandi munstur í boði. Uppskriftin er ætluð fyrir 0-3mán og fínna garn en ekkert mál að laga það til 😉 Skemmir ekki heldur að hún er frí!