Ásu Júlíu vantaði nýja lopapeysu fyrir veturinn…
Pabbi hafði keypt eitthvað glimmergarn með pallíettum þegar hann var hjá Ástu frænku í fyrra sem var alveg tilvalið til að prjóna með lopanum.
Ég átti nokkrar dokkur af hnetubrúnum léttlopa og smá af ljósum þannig að tilvalið var að skella í eina með einlitu munstri og prjóna pallíetturnar með 😉
Ása Júlía er svoddan yndisfiðrildi að ég mátti til með að nota fiðrildamunstrið úr “Fiðrildaslóð” en setti hana að öðru leiti upp . Fékk svo mömmu til að hjálpa mér að klára rennilásamálin – ég verð að fara að koma mér í að gera það sjálf en mamma er bara mun fljótari að þessu :-p
Ásu Júlíu fannst svo sniðugt að fá peysu í sama lit og Woolicious ullarbuxurnar sem ég prjónaði á hana í vor fyrir leikskólann að hún er búin að biðja um að fá vettlinga og húfu líka! sjáum til með það 😉
Akkúrat þegar ég er að búa til linkinn á buxurnar þá sé ég að ég hef ekki bloggað um buxurnar sem eru btw alger snilld! Ása Júlía er nefnilega heilmikil leggings og sokkabuxnastelpa að mér fannst alveg hræðilega köld tilhugsun að senda hana út bara í pollabuxunum þannig að þetta var snilldar lausn! almennilegar ullarbuxur 🙂
Hún er ofsalega hrifin af þeim og fer í þær og neitar að fara úr þeim eftir útiveru 🙂