Ég kláraði loksins peysurnar sem ég var að gera í Handprjóns KALinu, þetta sem ég sagði frá hér, hér og hér. Ekki það að þær væru erfiðar, leiðinlegar eða neitt í þá áttina heldur missti ég prjónamojoið í smátíma eftir að Stína frænka dó í lok ágúst.
Þetta verkefni var ögrun, öðruvísi, sniðugt en fyrst og fremst skemmtilegt! Það var annsi margt sem ég hef svosem gert áður eins og stuttar umferðir en ég hef aldrei notað þær á þennan hátt sem gert er í þessari uppskrift.
Sigurborg Ásta er mjög ánægð með sína peysu 😉
Ég fékk tölurnar í Litlu Prjónabúðinni og virðist sem ég leiti æ oftar til hennar í töluleit enda fallegar tölur í boði hjá Döggu.
Garn: Merino soft Handprjón
Prjónar: 3.5mm og 4mm
Ravelrylinkur
Vá hvað þetta eru æðislega fallegar peysur !!
takk skvís 😀