Við erum búin að vera að vesenast með hvað við ættum að gera við pallinn í sumar… ekki beint búið að vera veður til þess svosem. En við ákváðum að drífa í því að bera á dekkið og þurftum við auðvitað að byrja á því að bera einhverja “drullu” á til að hreinsa upp gamla mállingu og óhreinindi sem var til staðar. Svo heppilega vildi til að pabbi á háþrýstidælu þannig að við gátum nýtt hana til að þvo “drulluna” af pallinum.
Við erum búin að vera að vesenast með
Oliver fannst þetta ógurlega spennandi allt saman og fékk hann því að hjálpa til við að sprauta á pallinn.
Leifur skipti út nokkrum fjölum sem voru hvað verst farnar og í raun hefði eiginlega þurft að skipta út fleirum en við létum duga í bili að skipta út þeim sem snúa út að götu í þetta sinn.
Nú er bara að bíða eftir því að það hætti að rigna svo við getum borið á dekkið og veggina!