Ég sá auglýst fyrir Verslunarmannahelgina samprjón eða KAL (Knit A Long) á vegum Handprjón.is, ferlega sæt barnapeysa sem prjóna á og er hópur kvenna (tja ég sé amk engann KK í hópnum) er að prjóna sömu peysuna. Ég ákvað að vera með og erum við í lokuðum hópi á Facebook þar sem við fáum uppskriftina í skömmtum og getum stutt hver aðra á meðan við prjónum 😉
Uppskriftin fæst á Ravelry á ensku en Drífa & Edda Lilja í Handprjón eru að þýða hana á ísl og standa fyrir þessu öllu saman.
Þetta byrjaði semsagt í dag, eða fyrsti skammturinn kom inn í dag. Ég fór með skotturnar mínar í dag til að velja garn/lit í peysu á Sigurborgu Ástu og fékk stóra systir að velja litinn sem var þessi fagur guli sem sést á myndinni hér að ofan. Virkiega bjartur og fallegur.
Hlakka bara til að byrja, mun setja inn nýja færslu eftir því sem peysan stækkar 😉