Ég skellti mér í stóran blogghring í dag… mig langaði svo að baka eitthvað nýtt fyrir afmælisdaginn minn.
Ég held að kakan sem ég valdi á endanum af Eldhússögum sé sú sem kaka sem tekið hefur hvað lengstan tímann í bakstri & skreytingum sem ég hef gert (ok tek ekki krakkaafmæliskökur með!)
vatnsbaðsbræðsla á súkkulaði í kökuna og að bræða saman sykur og eggjahvítur er eitthvað nýtt fyrir mér 😉
Allavegna þá bíður kakan núna inni í ísskáp eftir loka “toutchinu”, hlakka til að smakka hana á morgun 🙂 Ég hef reyndar smakkað kremið áður en bjó það ekki til sjálf þá heldur gerði Sigurborg það 😉 hún notaði “venjulega” súkkulaðiköku í stað þessarar sem er gefin upp á blogginu og kom það rosalega vel út. Þetta var í sumar á meðan við vorum í heimsókn hjá þeim í Svendborg í steikjandi hita þannig að súkkulaðihjúpurinn sem fer yfir var mjúkur og kremið einnig þannig að það bleytti vel upp í kökunni og gaf henni gott hindberjabragð.