Við fjölskyldan skelltum okkur á Barnadag í Viðey í dag.
Þegar við vorum komin í röðina að bíða eftir að kaupa miða í ferjuna sáum við að Gunnar, Eva & strákarnir voru rétt á undan okkur (komin í Ferjuröðina samt) ásamt Gumma hennar Ástu og börnunum þeirra.
Eftir nestisstopp við Viðeyjarstofu héldum við niður í Naust þar sem meðal annars var hægt að senda flöskuskeyti og föndruðu systkinin sitthvort bréfið sem þau settu svo í sömu flöskuna og komu afstað út í heim… verður forvitnilegt hvort þau fá einhver svör 🙂
Ásu Júlíu og Oliver fannst ekkert smá sniðugt að hafa frændur sína með og voru hæst ánægð með að fá að grallarast með þeim í fjörunni.
Okkur fannst þetta stórsniðugur dagur og skemmtum okkur konunglega að skoða okkur um í eyjunni fögru… Rosalega gaman að sjá hversu margir gerðu sér glaðan dag þarna í dag enda hittum við fullt af fólki sem við þekkjum 🙂