Við settum niður nokkrar tegundir af grænmeti í garðinum hjá mömmu og pabba í vor…
Smá Hnúðkál, Kínakál, Blómkál, Brokkolí, Spínat, Gulrætur, Rófur og svooo salat sem ég barasta get ekki munað hvað heitir :-/
Allavegana… ég hef slitið reglulega af spínatinu og kálinu og mamma auðvitað líka en þetta kom með úr garðinum í dag 😀
Ég skar stæðsta hnúðkálshausinn niður og hann var fljótur að hverfa 😀 enda mjög svo ljúffengur og góður 😀