Tengdó voru með Ossabæ núna um helgina (og frameftir vikunni) og við kíktum yfir helgina – Leifur, Ása Júlía og Oliver fóru á föstudaginn en við Sigurborg Ásta á laugardag og vorum öll fram á sunnudagskvöld.
Þau kíktu í Slakka á laugardaginn og skemmtu sér konunglega við að skoða dýrin, jafnvel enn meira við að sulla í pollum 😉

Mynd: Inga Kaldal
það var spilað, kíkt í pottinn, púslað, prjónað, heklað, spjallað, eldað, grillað, horft á gamlar klassískar barnamyndir, tré klippt, trjágöng gerð, litað, knúsað, fíflast, iPödduleikið, hlegið og síðast en ekki síst NOTIÐ!



Ingibjörg fékk loksins Kaniku sína og þegar hún uppgötvaði að hún ætti hana fékk hún ROSAknús 😉
Við plötuðum svo Sigurborgu til að smella nokkrum myndum af fjölskyldunni 😉
