Ég heklaði ferlega krúttlegu kanínu áður en við fórum til Danmerkur í júní (þessa!) og við tókum helling af skemmtilegum myndum af henni á meðan við vorum úti.
Sigurborg Ásta er búin að eigna sér hana algerlega og á meðan við vorum úti þá var Ingibjörg svolítið skotin í henni líka þannig að ég lofaði henni að ég skyldi búa til eina handa henni 🙂 Við fórum saman í Fötex þar sem ég fann stóra dokku af akrílgarni sem passaði fínt í þetta verkefni, Ingibjörg hafði upphaflega óskað eftir grænni kanínu en við Sigurborg tókum eiginlega framfyrir hendurnar á henni og höfðum hana gráa eins og fyrra eintakið – eiginlega líka af því að fyrir ca 10 árum átti Sigurborg gráa kanínu sem hét einmitt Kanika og því fékk þessi líka nafnið Kanika 😉
Ég hlakka til að gefa Ingibjörgu hana en þær mæðgur koma einmitt til landsins núna á mánudaginn, ég er samt ekki viss hvort Ingibjörg muni eftir loforðinu mínu en það kemur í ljós og verður bara gaman að sjá svipinn á henni.