það helltist yfir mig einhver löngun til að elda rabarbaragraut um daginn… þá er um að gera að nýta sér aðstöðuna og fara til mömmu og ná sér í nokkra leggi :-p
Oliver og Sigurborgu Ástu fannst grauturinn alveg svaðalega góður, þó sú stutta hafi bara rétt fengið að sleikja skeiðina mína en hún kallaði stöðugt á meira.
En svona grautur er ekkert annað en nostalgía, maður man eftir að hafa fengið svona sem krakki en einhverra hluta vegna gerir maður lítið af því að fá svona í dag.. jújú það er slatti af sykri í þessu (150gr á móti 1 kg af rabarbara) en er ekki í “tísku” í dag að aðlaga svona með t.d. döðlum?
En þetta var ó svo gott 🙂
Ég hef verið að gera nokkra rababaragrauta undanfarið, en krakkarnir og frúin vilja ekki prufa þetta. Mjög góðar uppskriftir víða á netinu og döðlurnar eru mjög góðar með og líka soðnar perur og t.d. rúsínur.
Ég vil reyndar ekki skemma þennan graut, ég finn alltaf döðlubragðið og æj langar ekkert í það þarna.
Olli var svo hrifinn að hann borðaði afganginn í hádeginu daginn eftir 🙂