Við skelltum okkur í heimsókn til Sigurborgar og Tobba núna í byrjun júní, klassík að slá tvær flugur í einu höggi og láta draum Olivers um að fara í Legoland þegar hann væri 7 ára rætast (hann hefur talað um þetta síðan hann var 3 ára).
Við flugum til Billund með Iceland Air að morgni 9. júní og vorum lent um hádegi úti. Við fengum svona líka fallegar móttökur, Ingibjörg mætti með foreldra sína og fána til að fagna komu okkar.
Dagurinn fór auðvitað aðalega í að keyra til Svendborgar og svo að yfirtaka stofuna hjá Sigurborgu og Tobba með draslinu sem okkur fylgdi.
Daginn eftir, þann 10.júní skelltum við okkur á ströndina í Svendborg. kósí lítil strönd þar sem krakkarnir gátu buslað í sjónum og leikið sér í sandinum. Við eyddum bókstaflega öllum deginum þarna og nutum þess að vera til.
11.júní
GIVSKUD! við brunuðum yfir á Jótland eftir að hafa stoppað hjá Gunnhildi og Baldri í Odense til að fá lánaðan betri bílstól fyrir Ásu Júlíu. Förinni var haldið í Ljónagarðinn – það fannst krökkunum sko ekki leiðinlegt og fullt af yndislegum myndum sem komu úr myndavélunum okkar þar.
12.júní
Fyrsti dagurinn þar sem Sigurborg & Tobbi fóru og sinntu sínu daglega lífi ef við getum sagt það 😉 Sigurborg fór í skólann og Tobbi í vinnuna. Við ákváðum því að skoða miðbæ Svendborgar. Gengum frá Fruerstuevej og niður í bæ, en það er bara álíka rölt og frá Framnesveginum hjá m&p niður á Ingólfstorg.
Ása Júlía hafði fundið 20dkr pening í dýragarðinum daginn áður og henni hafði verið sagt að fyrir þennan pening gæti hún keypt sér ís sem hún gerði, þar sem hún er svo yndisleg þá var hún alveg á því að finna ísA, þ.e. reyna að kaupa 2 ísa svo hún gæti nú gefið Oliver líka ís… Sem betur fer er stóri bróðir búinn að læra smá stærðfræði þannig að hann var fljótur að finna út hvað ísinn mátti kosta og voru þau hæst ánægð með ísana sína sem þau keyptu alveg sjálf!
Við eyddum síðdeginu í garðinum í letilífi í sólinni. Um kvöldið útbjó Tobbi Snobrod deig og við nýttum þetta fína eldstæði í garðinum til að grilla snobrod á trjágreinum… já og slatta af sykurpúðum. Krökkunum fannst þetta ekkert smá spennandi.
13.júní – afmælisdagur Leifs
Sigurborg snaraði fram þvílíku hlaðborði í morgunmatinn, beikon, egg, pönnukökur, ávextir, og og og allt saman ljúffengt! einnig hafði hún dundað sér við að kríta afmæliskveðju á gangstéttina fyrir utan hjá þeim og stilla upp fánum *haha*
Afmælisbarnið vildi fara í járnbrautasafn sem er í Odense og gerðum við það, krökkunum fannst rosalega spennandi að skoða allar þessar lestir í návígi og fá að fara inn í sumar þeirra og ekki skemmdi það að sjá lestir sem þeim var sagt að Konungurinn og Drottningin í Danmörku hefðu átt!
Leifur, Tobbi og Sigurborg dunduðu við fína nautasteik, Bernés og fleira sælgæti í kvöldmatinn , Dagný og Sigruborg laumuðust til að baka köku til að hafa í desert ásamt súkkulaðihúðuðum jarðaberjum – endalaus sælgæti!
14.júní
Við drifum okkur snemma á fætur… því nú skyldi bruna yfir til Svíþjóðar að heimsækja Önnsku og fjölsk. í Dalby.
Við þurftum reyndar að koma við á lestarsafninu því Oliver hafði gleymt myndavélinni sinni þar og sem betur fer þá var hún enn þar! (voru heldur ekki margir gestir á safninu þannig að líkurnar voru með okkur).
Við hittum Önnsku og Siggu á vísindasafninu sem Annska vinnur á í háskólanum í Lundi. Þar sýndi hún okkur vinnuaðstöðuna sína sem er himinhvolf í stjörnuskoðunarstöð… ekkert smá flott og Oliver var alveg heillaður af öllu “fiktinu” hennar Önnsku þar sem hún týndi næstum jörðinni!
Við héldum svo áfram til Dalby og hittum Daniel og Ronju Dögg en Annska keyrði Siggu til Malmö svo hún gæti náð flugi til Íslands. Við hertókum herbergið hennar Ronju Daggar sem búið var að þekja dýnum svo við gætum gist þar inni.
15. júní
með 2 ungabörn er lítið gert af því að sofa út þó það sé sunnudagur. Við fengum okkur smá morgunmat og ákváðum að kíkja svo yfir til Lund og fá okkur göngutúr um miðbæinn og kíkja í smá picknick í garð sem er þarna í miðbænum. Stoppuðum í matvörubúð og keyptum okkur nesti. Krakkarnir dunduðu sér á leikvellinum þarna í nágrenninu og voru næstum því með lausan tauminn (með símanúmerið hans Daníels skrifað á handleggina).
Þegar við komum heim aftur fengu krakkarnir að leika sér í vatnsúðaranum þar til þeim var orðið full kalt og var þeim þá skellt í heita sturtu og smá bíómyndakúr fyrir matinn.
Kvöldmaturinn var mallaður og heilmikið kjaftað 🙂 að sjálfsögðu voru jafnöldrurnar aðeins bornar saman enda er bara rétt vika á milli þeirra í aldri og virkilega gaman að sjá þær saman. Oliver og Ása Júlía gerðu jarðaberjauppskerunni í garðinum góð skil og gerðu heiðarlega tilraun til að bragða á eplunum (eða bara grænjöxlunum).
16.júní
Þá var komið að því að halda aftur yfir til Danmerkur, við vorum búin að plana nokkurnvegin allan daginn í Köben og gekk allt sem við ætluðum okkur að gera upp! sem er náttrúlega alveg dásamlegt. Náðum að kíkja í Vejledalinn og rölta aðeins um í miðbæ Holte.
Stoppuðum í Lyngby og kíktum á DTU. Í Köben fórum við svo á Experimentarium City og eyddum þar rúmum 3 klst í að fikta í ýmsum tækjum og tólum. Einnig var farið í Lego store á Strikinu og kíkt á Margréti í Amalien borg… og svo skemmtilega vildi til að við fengum vink frá börnum krónprinsins (aðalega litlu prinsessunni) úr hallarglugganum og sáum þau keyra í burtu stuttu síðar. Ásu Júlíu fannst þetta algert æði! hún sá sko ALVÖRU prinsessu en það var samt eitthvað ekki nógu mikið fútt að hún sá ekki kjólinn hennar (ef hún var þá í kjól).
Eyddum kvöldinu svo í akstur og þegar heim var komið var skálað fyrir Tobba í ísköldu freyðivíni! Tobbi fékk nefnilega námsstöðu í sínu óskafagi! woohooo!
17.júní
Fyrsti dagurinn þar sem við höfðum það nokkurnvegin bara kósí heima hjá Sigurborgu og Tobba… Oliver skrifaði á póstkortin sem hann hafði valið handa ömmum sínum og öfum og Dagný og Ása Júlía skrifuðu á póstkortið sem senda átti leikskólanum.
Krakkarnir fundu sér ýmis verkefni til að dunda við… og svo fóru Leifur og Oliver í að saga niður tré í garði nágrannanna!! (Tobbi hafði fengið heimild til að saga þau niður þar sem þau voru orðin alltof há og skyggðu á “pallinn” hjá þeim).
Þar sem það er jú þjóðhátíðardagurinn okkar var ekki annað hægt en að skella í íslenskar pönnukökur og skreyta á viðeigandi máta!
Á sama tíma tók Sigurborg Ásta upp á því að herma eftir Ronju Dögg og sitja bara alveg sjálf 😀
18.júní
Við fjölskyldan skelltum okkur aftur í göngutúr niður í miðbæ Svendborgar, í þetta sinn með póstkort í farteskinu til að koma af stað til Íslands, Oliver var alveg heillaður af því að fylgjast með lestunum á lestarstöðinni (sem eru samt bara 2! þar sem þetta er endastöð!)
Við biðum svo eftir Tobba svo við gætum farið í smá Selv Pluk ævintýri! jújú við fórum og týndum jarðaber! þvílik sæla, krakkarnir átu á sig gat og við hin vorum svosem ekki langt frá því líka.. en heim komu rúm 4,5kg af jarðaberjum, ég er ekki frá því að annað eins hafi komið heim í mallakútum.
næstu skref hjá okkur voru svo bara að ákveða hvað við ætluðum að gera við öll þessi ber… það var nokkuð öruggt að einhver yrðu súkkulaðihúðuð… einhver færu á köku og mörg beint í munninn en jarðaber yrðu í desert næstu daga!
19.júní
Eini dagurinn sem við heimsóttum H&M í þessari Danaveldisferð, svosem ekki skrítið þar sem H&M fékk góða heimsókn í Barcelona fyrir rúmum mánuði 😉
Dagný var búin að lofa Ingibjörgu að hún skyldi útbúa fyrir hana kanínu eins og við vorum með og völdu þær Sigurborg garn í hana í dag… Risastór hnykill!
Skelltum okkur niður á strönd aftur en í þetta sinn bara á túnið sem er þar til hliðar og grilluðum okkur pylsur og nutum þess að vera saman úti í veðurblíðunni.
20.júní
Jarðaberjaveislan hélt áfram með brönsh! það er eitthvað við fersk jarðaber, nýbakaðar amerískar pönnukökur og sýróp!
Við kíktum aðeins út í skóg og miðað við ævintýrin sem Ása Júlía og Oliver héldu fram að væru í gangi þá er þetta ekkert annað en töfra skógur þarna því þau voru alveg á því að þau hefðu séð úlfa og skógarbirni alveg hægri og vinstri.
Þegar Tobbi var kominn heim hófust allir handa við að nýta eitthvað af þessum greinum sem Leifur, Tobbi og Sigurborg voru búin að vera að saga niður, í hvað? nú indjánatjald!! ævintýragarður er réttnefni yfir þennan garð þeirra þarna 🙂
Við fórum snemma að sofa því að næsta morgun var ræs snemma!
21.júní – LEGOLAND
Við keyrðum af stað í Legoland aðeins seinna en við ætluðum okkur en náðum samt að vera komin á staðinn rétt eftir 10 (garðurinn opnar 10). Sigurborg & Tobbi fóru inn um aðalinnganginn en við fjölskyldan í gegnum Hotel Legoland þar sem við tékkuðum okkur inn og keyptum miðana okkar í gegnum hótelið.
Þetta var æðislegur dagur þar sem krakkarnir nutu sín út í eitt. Oliver, Ása Júlía og Ingibjörg prufuðu hin ýmsu tæki og sumir komust að því að þeim vantaði nokkra cm upp á að geta elt stóra bróður sinn út um allt…
Í lok dagsins ákváðum við að fara öll saman að borða á veitingastaðnum inni á hótelinu, svona síðasta máltíðin okkar saman… sá tími fór nú ekki alveg eins og við höfðum áætlað þar sem Ása Júlía lenti í smá slysi inni á veitingastaðnum og endaði með því að fara ásamt Tobba og Leifi á slysó í Vejle. Hún kom til baka með 2 bláa þræði í kollinum og ca dl fátækari af blóði :-/ Dagný og Sigurborg urðu eftir á hótelinu með krakkana, þeim bauðst að taka matinn bara inn á herbergi en hvorug hafði nokkurn áhuga á mat eftir það sem á undan hafði gengið… Oliver og Ingibjörg fengu að taka með sér sinn hvorn diskinn af ís.
Sjúkrahúsfaranir komu til baka um miðnætti og fóru Sigurborg og Tobbi fljótlega eftir það til baka til Svendborgar…
22.júní
dagur 2 í Legolandi og var hann nýttur til hins ýtrasta!
Oliver fékk að fara í ökuskólann og þau systkinin fengu að fara í öll þau tæki sem þau vildu og höfðu hæð til 😉
Við keyrðum svo til baka til Sigurborgar og Tobba til þess að kveðja þau og ná í allt dótið okkar.
23.júní – heimferðardagur
Við vorum mætt til Billund um 11. Skiluðum af okkur bílnum, knúsuðum mæðgurnar bless (Tobbi fékk sín knús kvöldið áður enda þurfti hann að vinna).
Krakkarnir voru fljót að spurja flugfreyjurnar að því hvort það væri í boði að fá lánaðan iPad og fengu þau sitthvorn iPadinn þegar vélin var komin í loftið. Dagný og Sigurborg fengu 3 sæti útaf fyrir sig svo að Dagný gat lagt hana frá sér og þær náð smá hvíld.
Yndislegt að heimsækja litlu dönsku fjölskylduna okkar og vonandi getum við farið til þeirra aftur fyrr en síðar en það er alltaf gott að koma heim 😀
Hluti af myndunum úr ferðalaginu er kominn inn á Fotki, lykilorðið er eins og alltaf… hvað heitir hús foreldra Dagnýjar…