Ég fór með Ásu Júlíu og Oliver út í Viðey í dag ásamt fuuuulllltttttttt af fólki á vegum Austurborgar, leikskóla Ásu Júlíu.
Þau voru alveg svakalega spennt yfir þeirri staðreynd að fá að fara um borð í bát og Ása Júlía var alveg á því að við værum sko að fara “í annað land” og myndum vera þar “í marga daga” þannig að henni leist nú ekkert á það að ég skyldi skilja Sigurborgu Ástu eftir hjá ömmu og afa án pela með mjólk í! (sem hefði svosem ekki breytt neinu þar sem peli er víst verkfæri djöfulsins að mati Sigurborgar Ástu).
Krakkarnir skemmtu sér konunglega við að kasta steinum út í sjó og fara í “fjallgöngur” og ekki var verra að hitta gamla félaga úr leikskólanum. Oliver var heillengi að prakkarast með Gunnari Þór í steinakasti og “fjallgöngum” … enda fór það svo að þeir heimtuðu að fara heim í sama báti og vildu reyndar helst fá að halda áfram að grallarast annað hvort hér í Kambaselinu eða þá í Kringlunni hjá Gunnari. ..
Yndislegur dagur að baki með frábæru fólki 😀