Ein í vinnunni minni lánaði mér uppskrift af “Doddahúfunni” sem er búin að vera mjög vinsæl undanfarin ár. Mig langaði að gera húfur á krakkana sem væru hlýjar en samt ekki ullarhúfur, eignlega bara svona sumarhúfur.
Ég valdi að nota bómullar og ullarblöndu frá Geilsk sem fæst í Litlu Prjónabúðinni. Það er aðeins fínna garn en uppskriftin er gefin fyrir þannig að ég þurfti aðeins að umreikna. Einnig ákvað ég að í stað þess að fella alveg af og þurfa að sauma snúruna í í lokin þá felldi ég af þar til 3 lykkjur voru eftir og byrjaði þá að gera snúru sem var ca 11cm löng. Saumaði svo skúfinn á endann.
Olla húfa er prjónuð flöt en Ásu Júlíu er prjónuð í hring, er ánægðari með Ásu húfu þannig.
Krakkarnir völdu sjálf litina í húfurnar og ég er mjög ánægð með litavalið hjá þeim, sérstaklega hjá Oliver. Fyndið, er ánægðari með litavalið hjá Oliver en prjónaútkomuna hjá Ásu Júlíu. Þær eru báðar samt mjög fínar 😉
Ég kláraði Olivers húfu í byrjun júní og Ásu Júlíu var prjónuð að mestu í bílnum á flandri um Danmörku.