Ég verð að viðurkenna að ég eiginlega nenni ekki að skrifa um þessa hressu páska 😉
Var samt ágætlega dugleg með myndavélina og hér eru því páskar í örmyndasýningu.
Oliver tók sig til og perlaði páskaskraut… þetta er gert eftir mynd sem Inga amma tók af gömlu páskaperli eftir Sigurborgu frænku
Við skelltum okkur í páskaeggjaleit á vegum X-D (Leifur var einn af þeim sem sáu um utanumhaldið) í skítakulda. Hittum Gunnar, Hrafn Inga, Sigmar Kára & Birki Loga frændur okkar og Magga & Elsu, Óskar Leó og Rebekku Rún og svo Jökul og Sigurlaugu 🙂 fullt af fólki þrátt fyrir þennan kulda!
Við fórum í mat í Birtingaholtið á föstudegium langa og ákvað amma að taka forskot á sæluna og opna páskaeggið… Olli vildi meina að það kæmi endalaust nammi úr þessu eggi!!
Við fengum fjölskylduna hans Leifs (tja alla nema danina okkar :-() í mat á laugardeginum fyrir Páska. Leifur er á fullu að mastera gerð purusteikarinnar!
eitt er víst að nóg var af súkkulaði og nammi þessa páskana 😉