Ég er í einum af þessum trilljón handavinnuhópum sem eru á facebook, margar hafa verið að birta myndir af hrikalega krúttlegum gíraffa.
Í gramsi mínu í sófaborðinu kom upp í hendurnar á mér bómullargarn úr Söstrene grene og ég vissi að ég til afgang af hvíta garninu sem var notað til að hekla utanum krukkurnar í brúðkaupinu okkar. Þannig að ég ákvað að skella í eitt svona gíraffakrútt 🙂 Ég skellti reyndar einni bjöllu í mallann 🙂
Sigurborg Ásta tók ástfóstri við þennan gíraffa og er hann mikið nagaður, knúsaður og kreistur!
Uppskriftin er frí og má finna hana hér
Ég notaði eins og áður sagði garn úr Söstrene Grene (þetta bláa) og hvítt Satúrnus garn úr Hannyrðaversluninni í Grímsbæ og 3mm heklunál.
Fleiri myndir má finna á Ravelry síðunni minni.