Ég og krakkarnir skelltum okkur í Borgarnes í dag í hina árlegu Lappaveislu hjá Jónínu og Vífli. Virkilega skemmtileg hefð sem við reynum að mæta í á hverju ári.
Alltaf gaman að hitta ættingjana og hitta líka Ólsarana svona á nokkurnveginn miðri leið. Sigurborg Ásta var að hitta nokkra í fyrsta sinn og náði auðvitað að heilla alla upp úr skónum með fallega tannlausa brosinu sínu 😉
Eins og mér finnst maturinn sjálfur ekki vera alveg það sem ég leita eftir þá er tilefnið og hefðin æðisleg! Takk kærlega fyrir mig og mína elsku Jónína og Vífill!