merkilegt hvernig fólk er stundum þegar maður fer að pæla í því
sumir eru blátt áfram, hreinskilnir og heiðarlegir
sumir eru svona inní sig, halda fólki frá sér og vilja lítil samskipti
hafa nema við nánasta fólk.
sumir eru falskir, búa til front til að fela ef til vill feimni ?
eða eitthvað annað.
sumir eru í því að vernda sig, passa sig á því að særa engann og
fá engan upp á móti sér.
sumir eru svo svakalega frekir að fólk heldur sér frá því.
svo er það fólkið sem er hyber eins og yfirmaður minn OMG
það getur bara ekki stoppað!!! alveg sama hvað viðkomandi
tekur sér fyrir hendur.
stundum er voða gaman að sitja einhverstaðar út í horni og fylgjast bara með…
verða að mubblu í stofunni eða kaffihúsinu og skoða fólkið…
sjá hvernig persónur það er… í hvaða flokk þeir falla.
þegar ég pæli í því þá er ég líklegast blanda af týpum nr 1 og 4 :o)
ég veit að það er dáldið ruglingslegt en svona sé ég mig:
Hreinskilin,
Heiðarleg,
vil engan særa,
vil engan á móti mér,
hjálpsöm,
vingjarnleg,
frek,
þrjósk,
sjáið þið e-ð meira ?