Ég tók þátt í garnbanaáskorun Hnoðra og Hnykla aftur í þessum mánuði… aðeins að reyna að minnka garnmagnið hér á bæ. Ég heklaði Kríur í jólagjöf handa mömmu og Ingu tengdó fyrir jólin 2012 úr sama garni… dásamlega mjúk blanda af Silki og Ull úr Litlu Prjónabúðinni.
Ég kláraði sjalið í fyrrakvöld, notaði svo tækifærið þegar við fórum í göngutúr í gær og fékk Leif til að smella nokkrum myndum af því í góða veðrinu.
Þetta garn er afgangur frá buxum og samfellu sem ég prjónaði á Sigurborgu Ástu og það er bara smotterísspotti eftir af hvorum lit – of lítið til að vikta m.a.s. 🙂