Við fengum heimsókn í dag frá yndislegri frænku sem við hittum alltof sjaldan… ég fékk símtal þar sem mér var tilkynnt að búið væri að stefna foreldrum mínum til mín og að frænka ætlaði að bjóða í kaffi hjá mér *haha*
Bara gaman að svona óvæntum heimsóknum. Lára María kom með þessa dásamlegu köku með sér sem hún kippti með úr Mosfellsbakaríi. Alveg fáránlega góð og eins og sést ekki mikið eftir af henni þó hún teljist seint vera stór 😉
Við vorum svo samferða frænku og foreldrum mínum út þar sem leið okkar lá í Álfheimana til tengdó í mat. Alltaf gaman að kíkja þangað inn og krakkarnir elska að laumast upp á loft og gramsa í gamla lego-inu eða skoða gömlu spilin frá því að Leifur og systkini hans voru krakkar. Þau eru að breytast svo alltof hratt í krakka þessi börn mín 😉 maður er einhvernvegin farin að sleppa þeim meira og meira frá sér. Ótrúlega sjálfstæð þessi yndi sem er að sjálfsögðu það sem maður reynir að ala upp í þeim, sjálfstæði (þó ekki sjálfstæðisflokkinn – eða amk ekki ég!).