Mér þykja þetta alveg ferlega krúttlegar húfur!! Ég prjónaði 2 svona á Ásu Júlíu þegar hún var lítil úr Smart garni en ákvað að prufa að prjóna úr garni frá Handprjón, Merino worsted, svooo mjúkt og girnilegt!
Gerði á systurnar sitthvora húfuna, báðar súkkulaðibrúnar og svo eina og sætu frænku í Danaveldi, Ingibjörgu en hennar er sterk bleik.
Sendi Ingibjargar húfu í pósti núna í byrjun febrúar en þessar húfur eru svo sniðugar að þær teygjast vel og endast því ágætlega. Prjónaði stærð “C” á Ásu Júlíu og Ingibjörgu en hún á að passa á 2 til 8 ára ca en viljandi gerði ég Ingibjargar með minni prjónum, hún passaði samt flott á Ásu Júlíu sem ég fékk til að módelast fyrir mig með báðar stærri húfurnar.
Info: Brún – Bleik – Brún linkar á Ravelry
Uppskriftin er hér: LyaLya hoodie
Garn: Handprjon.is Worsted Merino Soft
Prjónar:
ÁJ: 4.5mm & 5mm
I: 3.5mm & 4.5mm
SÁ: 3mm & 3.5mm