Hnoðrar og hnyklar eru enn með garnbanaáskorunina sína í gangi og ég ákvað að taka þátt aftur 😉 vonandi næ ég að taka þátt í næsta mánuði líka, veit svosem hvað mig langar að gera en er ekki viss hvort ég geti það þar sem ég er með aðeins of margt á prjónunum/nálinni akkúrat núna plús að mig langar að prjóna peysu á mig og sömuleiðis á Oliver.
Allavegana þá náði ég að prjóna húfu og nýta í hana afganga úr peysu sem ég prjónaði á Oliver í fyrra og líka úr ungbarnasetti sem ég gerði í haust. Ágætis nýting en samt enn svolítið eftir… Á eftir að taka myndir af húfunni í notkun en hér eru 2 myndir af henni nýkominni af prjónunum 😉
Turn A Square – beinn linkur á Ravelry
Garn: Abuelita Yarns Merino Worsted
Prjónar: 3.5mm og 4.5mm