mjá bakterían beit mig aðeins… eða kannski frekar óþolinmæðin að bíða eftir vísbendingunum í leyniheklinu. Einnig bað Ása Júlía mig að kaupa sett í Litlu Prjónabúðinni þar sem uppskrift og garn var selt saman. Ég sagði henni að við skyldum finna saman einhvern bangsa og ég skyldi annað hvort prjóna eða hekla handa henni.
Þessi kisa er þó ekki beint handa Ásu Júlíu heldur bara fjölskyldunni almennt. Notaði sama garnið og í kanínuna og enn er nóg eftir 😉 þyrfti eiginlega að fara að gera bara dúkkuföt úr þessu… sérstaklega þar sem Ása Júlía á núna 1 stk fatalausan son (sem hún btw nefndi Oliver eða Olli dúkka).
Allavegana hér er herra Kisi.
Í uppskriftinni var talað um að setja baunir eða plastperlur á nokkra staði til að bæta við þyngd svo hann myndi halda jafnvægi. Ég gat reyndar ekki alveg áttað mig á þessum plastperlum en eftir smá googl sá ég að mælt var með að nota Adukibaunir sem ég gerði 😉