Ég skellti mér ásamt móður minni á tónleika áðan hjá Samkór Mýramanna eða e-ð þannig ;o)
það var rosalega flott.. eða kannski er ég hlutdræg *úbbs*
þar sem ég Helga frænka er í kórnum og svo er kórstjórinn gift Vífli frænda :o)
Kórinn hélt þessa tónleika í Seltjarnarneskirkju og voru þeir teknir upp og ætlunin er að gefa út geisladisk síðar… bara sniðugt hjá þeim.
Það var slatti af efnilegum söngvurum þarna, einn tenór sem var alveg svakalega góður… hann söng einsöng þegar kórinn flutti lag sem heitir Vorið.. þvílík rödd! Það voru reyndar 2 einsöngvarar, konan sem söng líka var öhh æj ég kunni ekki að meta hana *segjiekkimeir*
Takk fyrir mig Samkór Mýrdælinga ;o)