Ég sá á fésbókinni að Þuríður sem heldur úti blogginu Woollen thoughts ætlaði að vera með leynihekl núna í janúar. Planið var að hekla litla fígúru sem nefnist “Amigurumi”. Hún sendi okkur vísbendingar 1x í viku og átti maður að hekla hluta af fígúrunni í einu.
Þetta var mjög skemmtilegt verkefni og ég er byrjuð á annarri fígúru – reyndar að beiðni Ásu Júlíu þar sem henni fannst hundur sem við sáum í Litlu prjónabúðinni svo æðislegur, ég reyndar valdi að gera kisu :-p blogg um hana kemur síðar 🙂
Ég notaði gamalt bómullargarn sem ég átti og heklunál nr 3,5
Beinn linkur á Ravelry