Gærdagurinn var annsi skemmtilegur, þar sem ég hafði lítið að gera og langaði að fara út og njóta yndislega veðursins sem var úti & Leifur hafði lítinn áhuga á stæ.greiningu ákváðum við að taka daginn með trompi og rúlla vestur á Snæfellsnes og leika túrista með myndavélar
það var ekkert smá fallegt veður fyrir vestan og vorum við bara að rölta um Búðir léttklædd…
ég datt í þá grifju að finna helling af fallegum litlum kuðungum sem ég hófst handa við að tína upp út um alla fjöru.. verst að ég var ekki með neitt til þess að setja þá í, allavegana hefði ég tínt mun meira ef ég hefði haft e-ð ílát
En það er bara svona, verð bara að fara aftur í fjöruna að Búðum í sumar.
Keyrðum líka niður að Stapa og fylgdumst með trilluköllunum landa,
yfir að Hellnum, nenntum reyndar ekki út þar,
langleiðina upp Jökulhálsinn frá Stapa,
alveg upp að Sönghelli lögðum nú ekki alveg í það að keyra alveg upp að jöklinum og hvað þá að labba inn í hellinn sem var þvílíkt drullusvað (er það furða það er bara MARS og enn snjór inn í hellinum). Létum okkur nægja að taka myndir inn um hellisopið.
Ég held að við höfum tekið um 100 myndir, Leifur reyndar tók mun fleiri myndir en ég því hann var alltaf að fikta í stillingunum á myndavélinni sinni (myndavélagimp!) á meðan ég tók bara myndir eins og mér hentaði *heheh* tókum nokkrar sjálfsmyndir líka og vorum að þykjast vera voða klár að reyna að hafa Jökulinn í bakgrunn… tókst ekki alveg!!!
Við keyrðum semsagt fyrir jökulinn og enduðum í Ólafsvíkinni hjá Afa og Hjördísi frænku, ekkert smá notalegt að kíkja í heimsókn til gamla mannsins. Hittum einmitt svo vel á að Fannar frændi og dömurnar hans voru í heimsókn líka þannig að ég fékk aðeins að kíkja á sætu frænku mína hana Eir