er komin á fullt núna…
á hverjum degi kemur í einhverju formi tonn af auglýsingum tengdar fermingum sem eru á næsta leiti… Ég skil ekki alveg út í hvað þetta fermingarstúss er komið út í þvíkar öfgar að það er brjálæði…
Fletti í gegnum einhvern fermingarbælking um daginn og auðvitað var verið að auglýsa allt frá inniskóm til fartölva.
Prívat og persónulega þá reyni ég nú að finna e-ð sem nýtist viðkomandi fermingarbarni á einhvern hátt…
t.d. ef ég veit að viðkomandi hefur mikinn áhuga á einhverju, sbr frændi minn í fyrra er skáti og við mamma fundum handa honum einhvern svaka fínan áttavita sem hann var rosalega ánægður með að fá. Ég er nú ekki alveg á því að gefa náttföt eða e-ð þessháttar í fermingargjöf :o)
æj ég er kannski alger nískupúki en mér þykja þessar gjafir vera komnar út í algera öfga… krakkar að fá rándýra hluti sem þau hafa nákvæmlega EKKERT að gera við… þegar ég fermdist var línan sú að allir fengu græjur í fermingargjöf.. flestir fengu reyndar ákveðna týpu af Pioneer eða Aiwa græjum…
Annars þá er þetta að mestu flokkað í þann hóp núna að krakkar eru ekki að fermast nema til þess eins að fá allar gjafirnar, margir krakkar hafa meiraðsegja sagt það blátt áfram… að mínu mati þá eru t.d. þessar Borgaralegufermingar ekkert annað en til þess að fá gjafir.
æj blöh ég er orðin of pirruð!