Mér finnst ofsalega gaman þegar ég hef tíma til að vinna mér í haginn. Okkur áskotnaðist slatti af hakki stuttu fyrir jól og ég tók út 2 pakkningar og ákvað að taka aðeins til í ísskápnum hjá okkur. Nánar tiltekið taka til í grænmetisskúffunni 😉
Slatti af lauk, 2 papríkur, nokkrar sellerístangir, gulrætur og brokkolísönglar sem leyndust þarna í skúffunni fór allt í blandarann ásamt dós af hökkuðum tómötum. Eða þetta fór allt í hollum í blandarann enda hann ekki svo stór *haha* setti þetta allt í skál ásamt 2 dósum til viðbótar af hökkuðum tómötum + tómatpúrru og slatti af ýmiskonar kryddi og úr varð hin fínasta grænmetissósa til að hella út á hakkið og malla í góðan tíma.
Kjötsósa í lasanja! woohoo á meðan þetta mallaði útbjó ég hvítu sósuna líka og fékk Oliver hjálparkokk til að rífa slatta af osti fyrir mig.
Úr varð 1x klassískt lasanja fat og 2x fjölskylduskammtar í frystinn ásamt 3x skömmtum fyrir 1 til að hafa í nesti eða þá borða í hádeginu hérna heima.