ég er búin að gera þónokkrar tilraunir til að hefja þetta blogg…
annaðhvort þá bara hreinlega man ég ekki hvað ég ætla að skrifa eða þá að ég er búin að skrifa eina línu og þá hringir síminn eða einhver kemur og er að ganga frá tímapöntun :o)
Aníhú!
Ég fór semsagt í gær á Lifi Rokkið ásamt Lilju og skemmtum við okkur ágætlega þar… fyrir utan part af fyrrihlutanum þar sem einhverjir fullir kallar svindluðu sér inn á sýninguna (újeah FM hnakkasýning!) þeir settust fyrir aftan mig og Lilju og voru víst eitthvað að hræða litlu skvísurnar sem sátu þar við hliðiná þeim. æj ég hálfvorkenndi stelpunum, en svo komu einhver vöðvatröll með aflitað hár (haha just kidding, nennti nú ekki að snúa mig úr hálsliðnum til að sjá hvaða týpur væru að vinna þarna sem utkastarar!) og svo frv og ráku þá í burtu. djö var vond lykt af þessum köllum… aníhú
sýningin var ágæt… fín bara fyrir svona amatör sýningu… og við skemmtum okkur ágætlega…
allavegana kúlubúinn því að hann/hún tóksig til og fór bara að dansa á fullu í kúlunni, újeah krílið fílar almennilega tónlist! Queen! heheheh bara húmor…
Sá samt ótrúlega marga sem ég þekki þarna… hálf skrítið…
sá Fanneyju skvísu & vinkonu hennar, svo sá ég Haffa (Djúpa nr 1 fyrir þá sem þekkja til) :o)
gaman að þessu… svo sá ég líka nokkra sem ég kannast við en þekki ekki með nafni.