Að kvöldi 22 des fór ég að finna fyrir eymslum í vinstra brjósti. Það var eins og ég væri með risa marblett inní brjóstinu. Þetta varð bara aumara og aumara og hreinlega sárt við hverja hreyfingu. Ég ákvað eiginlega strax að láta Sigurborgu Ástu liggja meira á þessu brjósti og láta hökuna snúa að aumablettinum þar sem þetta var hálf stíflulegt. Á Þorláksmessumorgun var þetta enn aumt þannig að ég ákvað að hringja í Gígju ljósu sem býður mér að koma og hitta sig, sem ég auðvitað þigg. Í ljós kemur stífla og byrjun á sýkingu : -( Guðmundur læknir kemur og kíkir á þetta líka og þau ákveða að setja mig á sýklalyf í ljósi fyrri sögu. Þegar líða tók á daginn bættist við hiti og meiri vanlíðan. Ég hitti Tobba í hádeginu á Aðfangadag og hann segir mér að minnka ekki sýklalyfjaskammtinn eins og talað var um (átti að byrja á 2töflum x3 á dag og minnka svo í 1×3).
Þannig að sýklalyfjapartý var málið fyrir okkur mæðgur þar til í dag þegar síðustu töflurnar voru teknar inn.
Ég verð að viðurkenna að ég er frekar paranoid með þessar sýkingar eftir vesenið mitt í kringum brjóstagjöfina með Oliver. Vona að þetta verði eina vesenið í þetta sinn, slapp með mjög væga sýkingu með Ásu Júlíu, var í raun bara sett á fyrirbyggjandi meðferð þegar ég fann roða/hitablett þegar hún var viku gömul.
Tobbi tók af mér loforð um að hafa samband við sig ef hitinn lækkaði ekki eða mér versnaði á annan máta og hann skyldi þá melda mig inn á réttan stað til að fá sterkari sýklalyfjameðferð. Sem beturfer kom ekki til þess en gott að hafa góðan mann á kanntinum, sérstaklega í kringum alla þessa frídaga.