gærkveldið var yndislegt…
byrjuðum á því að fara á “Rauða Tómata” og fá okkur að borða..
fengum frábæra nautasteik *jummy* á mjög stórum diskum miðað við borðið… hálf fyndið sko :o)
Þjónustan var mjög hröð og þægileg (þótt þjónninn okkar hafi virst vera nýbyrjaður ;o) )
vorum svo ótrúlega tímanlega eitthvað að við ákváðum að kíkja inn í Mál og menningu á leiðinni niður í óperu, ég rakst þar á alveg snilldar bók sem ég væri alveg til í að gefa henni Lilju minni þegar þar að kemur… bara svona for the hell of it… hún heitir Baby’s Owner Manual og er um fyrsta ár barnsins eða svo… þvílíkur húmor eitthvað, án gríns það voru myndir í bókinni um það hvernig á að skipta um bleyju á barni…
Óperan var frábær, alger snilld að hafa íslenska þýðingu á textanum á skjávarpa líka.. hehe þá vissi maður nú allavegana um hvað var verið að syngja *heheh*
EN án gríns þá var sýningin mjög góð… Bergþór alltaf skemmtilegur :o) það eina sem hægt er að setja út á þetta yndislega óperuhús okkar er hve “þægileg” sætin eru… ég var orðin alveg svakalega þreytt í mjóbakinu eftir þessa tæpu 3 tíma.
Annars ég fór að pæla hvenær fór ég síðast í Óperuna… jú það var þegar það var verið að sýna Hellisbúann.. ég minnist þess nú ekki að hafa verið svona þreytt í bakinu eftir það en gæti verið sú ástæða þar á bakvið að maður lá í hláturskasti í sætinu… skemmdi náttla ekki að einn brandarinn átti alveg einstaklega við mig og A. á þessu tímabili… bara gaman að minningum :o)