æj ég er ferlega tjáningarheft í dag.. hef lítið að segja, meiraðsegja er MSN-ið hálf dautt… samtölin fá og um voðalega lítið eitthvað…
ég er búin að vera á fullu að vinna í allan morgun.. samt einhvernvegin finnst mér einhvernvegin ég lítið hafa náð að gera, það er einhvernvegin allt á útopnu.. allir vilja reikninga, allir vilja tíma sem eru ekki lausir, allir að röfla yfir hækkun á verði (sem varð reyndar um áramótin þannig að fólk ætti að vera búið að ná því!) og svo framvegis… ekki beint skemmtilegur vinnudagur só far en það eina bjarta er að hann er búinn að líða frekar hratt… en vá hvað maður getur verið þreyttur á svona endalausum kvörtunum um e-ð sem ríkisstofnun ræður en ég hef ekkert með að gera… *garg*
Ég og Iðipiði ætlum að fara að berja loftið á eftir… vonandi næ ég einhverri útrás í því!