Ég hef oft verið á leiðinni að kaupa bökuform með lausum botni… er alltaf að sjá fleiri og fleiri girnilegar uppskriftir af matarbökum. Var að tala um þetta við mömmu einhverntíman fyrir jól og hvað kom í ljós… jú amma Þura var síbakandi og nokku öruggt að hún hefði átt eitthvað svona dótarí. Þar sem hluti af eldhúsgóssinu hennar er enn í Birtingaholtinu þá kíkti ég á það áðan.. græddi fullt af skemmtilegu dóti! t.d. 2 mismunandi stærðir af bökuformum (og nokkur stk af hvoru) og eins og Leifur sagði “ef það er í lagi endilega fáðu ísformið” – sem var auðfengið enda tók þetta dót bara pláss í geymslunni hjá mömmu og pabba 😀