Í ár héldum við okkar fyrstu jól í Kambaselinu… jafnframt voru þetta okkar fyrstu jól sem við héldum á okkar heimili. Mamma og pabbi voru hjá okkur í mat eða réttarasagt mamma kom og sá um að elda hamborgarhryggin í eldhúsinu hér, við höfðum ætlað að hjálpast að en vegna veikinda hjá mér þá var ég bara innpökkuð í bómull í sófanum á meðan mamma og Leifur sáu um að græja og gera fyrir jólamatinn.
Við áttum afskaplega notalega kvöldstund með Ásu Júlíu og Oliver á yfirsnúningi vegna pakkaspennings. Við fengum öll fallegar og góðar gjafir og þökkum fyrir þær 🙂
Samkvæmt hefð frá tengdó höfum við ætíð sett kerti á jólatréið okkar en í ár var það í fyrsta sinn sem við kveiktum á kertunum. Það er eitthvað við það að sitja í rólegheitunum og fylgjast með logunum (pínu stressandi en samt notalegt).