Jólaboð afkomenda Tangagötuhjónanna var með aðeins breyttu sniði í ár. Venjulega hittumst við og skerum út laufabrauð á aðventunni og borðum svo saman góðan mat en í ár gerði hver fjölskylda fyrir sig þannig að jólaboðið var bara allsherjarjólaboð 🙂
Í ár fengum við lánaðan lítinn sal í húsinu sem Guðrún og Viðar búa í og henntaði það fullkomnlega fyrir stórfjölskylduna (sem fer stækkandi með hverju árinu ;-))
Langömmuhóurinn er orðinn annsi myndarlegur og telur 9 börn, það elsta verður 8 ára nú í febrúar þannig ð boðin eru orðin annsi fjörug 🙂 Krakkarnir og nokkrir fullorðnir tóku sig til og dönsuðu í kringum jólatréið og sungu jólalög. Fjölskyldukórinn með einum ská fjölskyldumeðlim söng nokkur jólalög líka og krakkarnir bættust svo við þannig að úr varð myndarkór sem söng fyrir okkur hin.
í lokin var svo tekin mynd af Sigurborgunum okkar 3 🙂