Snemma í mánuðinum hittum við Sigurborgu og Ingibjörgu hérna í Kambaselinu og bökuðum piparkökuhús. Eða réttara sagt Leifur og Sigurborg skáru út piparkökuhús og skreyttu með krökkunum
Þau skemmtu sér öll konunglega við að skreyta húsin og voru krakkarnir alveg í essinu sínu að föndra við þetta.
Ég hafði búið til svo margfalda uppskrift þar sem það var ekki alveg komið á hreint hvernig húsið/in ættu að vera að við ákváðum að bjóða upp á piparkökur í skírninni líka enda nóg til af venjulegum piparkökum 😉 Leifur og krakkarnir sáu um að skera út og voru mjög öflug í að fletja út og skera hin ýmsu munstur…
Næsta skref var svo að skreyta kökurnar… sumar urðu betur skreyttar en aðrar en flestar fengu á sig einlitan glassúr með kannski smá smáatriða skrauti. Krökkunum fannst þetta æði og voru stundum hellst til og áköf í þessu öllu saman. En það er líka bara þannig þegar maður er bara 4 eða 6 ára 😉